­

Málefnafundur um starf ungra sjálfstæðismanna

Sjálfstæðisfélag Seltirninga og Baldur félag ungra sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi boða til opins félagsfundar miðvikudaginn 25. nóvember 2015 kl. 20:00 í sal félagsins að Austurströnd 3, 3. hæð.

Málefnafundur25.11

Gestir fundarins verða:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins.
Laufey Rún Ketilsdóttir, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Albert Guðmundsson, formaður Heimdallar.

Dagskrá:

  1. Formaður SUS segir frá undirbúningsvinnu fyrir landsfund og upplifun þeirra af fundinum og næstu skref.
  2. Formaður Heimdallar ræðir um starfið í Reykjavík.
  3. Nýkjörinn ritari flokksins Áslaug Arna ræðir framtíð Sjálfstæðisflokksins og hvað skiptir unga fólkið máli.

Fundarstjóri verður Tanja Stefanía Rúnarsdóttir, formaður Baldurs félags ungra sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi.

Allir sjálfstæðismenn eru hvattir til að mæta á fundinn.

Kveðja,
Stjórn Baldurs og Sjálfstæðisfélags Seltirninga

Sjálfstæðisfélag Seltirninga óskar Bjarna Benediktssyni formanni, Ólöfu Nordal varaformanni og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur ritara, innilega til hamingju með kjörið.

xd

Ný stjórn Baldurs, félags ungra sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi var kjörin á aðalfundi félagsins.

Tanja Stefanía Rúnarsdóttir, formaður
Ragnheiður Gyða Stefánsdóttir
Auður Ásta Baldvinsdóttir
Jón Gunnar Jónsson
Tómas Nielsen

Betri heilbrigðisþjónusta og málefni aldraðra

Sjálfstæðisfélögin og fulltrúaráðin í Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi, Samtök eldri sjálfstæðismanna og velferðarnefnd Sjálfstæðisflokksins kynna áhugaverðan fund sem haldinn verður laugardaginn 10. október, kl. 10:00, Sjálandsskóli í Garðabæ.

Yfirskrift fundarins er: Betri heilbrigðisþjónusta og málefni aldraðra.
Framsögumenn á fundinum eru Björn Zoëga, læknir og formaður um betri heilbrigðisþjónustu, Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga, og Sigurveig H. Sigurðardóttir, dósent við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands.

Stjórn hvetur alla, sjálfstæðismenn sem og aðra, til að mæta á þennan fund.
Kaffi og veitingar á staðnum.

Kveðja,
Stjórn Sjálfstæðisfélags Seltirninga

Ólöf Nordal hvött til að gefa kost á sér til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi

OlofNordal_nyÁ sameiginlegum fundi fulltrúaráðs og sjálfstæðisfélaganna á Seltjarnarnesi sem haldinn var í kvöld, þriðjudaginn 29. september 2015 var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða:

,,Fundurinn hvetur Ólöfu Nordal innanríkisráðherra til að gefa kost á sér til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi. Ólöf hefur sýnt það í störfum sínum nú sem fyrr að hún býr yfir krafti, áræðni og reynslu til forystustarfa á vegum Sjálfstæðisflokksins“.

Val á landsfundarfulltrúum & bæjarmálefni

Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna og sjálfstæðisfélögin á Seltjarnarnesi boða til sameiginlegs fundar þriðjudaginn 29. september 2015 kl. 20.00 að Austurströnd 3 á Seltjarnarnesi.

Dagskrá:

  1. Val fulltrúa á 42. landsfund Sjálfstæðisflokksins sem fram fer 23. – 25. október 2015.
  2. Bæjarmálefni – Gestur fundarins er Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri.
  3. Önnur mál.

Kveðja,
Stjórnir Fullrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Seltjarnarnesi
Sjálfstæðisfélags Seltirninga
FUS Baldurs

Bryggja