­

Á aðalfundi Sjálfstæðisfélags Seltirninga sem haldinn var í húsnæði félagsins þann 7. apríl 2016 var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða:

„Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Seltirninga haldinn fimmtudaginn 7. apríl 2016, fagnar því að samkomulag hefur náðst um áframhaldandi samstarf Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins til að ljúka þeim mikilsverðu hagsmunamálum þjóðarinnar sem flokkarnir hafa unnið að með frábærum árangri á yfirstandandi kjörtímabili. Fundurinn óskar nýrri ríkisstjórn allra heilla og vonar að sem víðtækust samstaða verði á Alþingi um framgang mála og markvisst starf að aukinni velferð og bættum hag þjóðarinnar.“

Nýkjörin stjórn félagsins: Guðmundur Jón Helgason formaður, Margrét Pálsdóttir varaformaður, Jón Gunnsteinn Hjálmarsson gjaldkeri, Jón Snæbjörnsson ritari og Hannes Tryggvi Hafstein meðstjórnandi. Varamenn eru Bryndís Loftsdóttir og Elín Helga Guðmundsdóttir.

Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Seltirninga verður haldinn fimmtudaginn 7. apríl 2016 klukkan 20:00 að Austurströnd 3.

Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.

Allir félagsmenn velkomnir.
Kaffiveitingar.

Stjórnin.

Opin félagsfundur með þingmönnum Suðvesturkjördæmis

Sjálfstæðisfélag Seltirninga boðar til opins félagsfundar fimmtudaginn 11. febrúar 2016 kl. 20:00 í sal félagsins að Austurströnd 3, 3. hæð.

  1. Gestir fundarins: Þingmenn Suðvesturkjördæmis.
  2. Önnur mál.

Allir velkomnir, kaffiveitingar.
Stjórnin.

 Þingmenn_Suðvesturkjördæmis2013-2017

Umsjónaraðili veislusalar á Seltjarnarnesi

Óskum eftir jákvæðum og drífandi einstakling eða einstaklingum til að sjá um útleigu, umsjón, viðveru og þrif á veislusal. Salurinn er til leigu fyrir hvers kyns mannamót svo sem fundi, fyrirlestra, afmæli, skírnarveislur, starfsmannaveislur, brúðkaupsveislur, fermingarveislur og fleira.

Nánari upplýsingar í síma 892 0750 eða í gegnum netfangið salurinn@outlook.com

Fundarboð_16.01.2016

Málefnafundur um starf ungra sjálfstæðismanna

Sjálfstæðisfélag Seltirninga og Baldur félag ungra sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi boða til opins félagsfundar miðvikudaginn 25. nóvember 2015 kl. 20:00 í sal félagsins að Austurströnd 3, 3. hæð.

Málefnafundur25.11

Gestir fundarins verða:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins.
Laufey Rún Ketilsdóttir, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Albert Guðmundsson, formaður Heimdallar.

Dagskrá:

  1. Formaður SUS segir frá undirbúningsvinnu fyrir landsfund og upplifun þeirra af fundinum og næstu skref.
  2. Formaður Heimdallar ræðir um starfið í Reykjavík.
  3. Nýkjörinn ritari flokksins Áslaug Arna ræðir framtíð Sjálfstæðisflokksins og hvað skiptir unga fólkið máli.

Fundarstjóri verður Tanja Stefanía Rúnarsdóttir, formaður Baldurs félags ungra sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi.

Allir sjálfstæðismenn eru hvattir til að mæta á fundinn.

Kveðja,
Stjórn Baldurs og Sjálfstæðisfélags Seltirninga

Bryggja