Stórsigur Sjálfstæðisflokksins í Kraganum

Stórsigur Sjálfstæðisflokksins í Kraganum er glæsileg niðurstaða eftir mikla vinnu flokksmanna í sveitarfélögunum. Flokkurinn fékk rétt tæplega 34% fylgi og 5 þingmenn kjörna. Nokkuð betra en síðast þegar við fengum 30,7% í Kraganum. Á landsvísu fékk flokkurinn nú slétt 29,0%, sbr. við 26,7% árið 2013, og bætti við sig tveimur þingmönnum. Það stefnir allt í að Ísland verði áfram á réttri leið!

Við þökkum öllum sem lögðu hönd á plóginn í baráttunni og vitanlega öllum sem kusu okkur.
http://ruv.is/frett/lokatolur-ur-sudvesturkjordaemi-0

Kosningakaffi

Kosningakaffið hjá okkur hefst stundvíslega klukkan 9:00 á kjördag og stendur allan daginn, eða til kl. 18:00.
Síminn á skrifstofunni er 561-1220.
Allir velkomnir

ekki-gleyma-ad-skjosa

Opið í Perlunni í dag og morgun frá 10-22

Opin fundur með Bjarna Benediktssyni ásamt öðrum frambjóðendum

bjarnibenSjálfstæðisfélag Seltirninga boðar til opins fundar þriðjudaginn 25. október 2016 klukkan 17:30 í sal félagsins að Austurströnd 3.

Gestir fundarins verða Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins ásamt öðrum frambjóðendum.

Allir velkomnir, kaffiveitingar.
Stjórnin

Kosningaskrifstofan okkar að Austurströnd 3 verður opin sem hér segir:

Þriðjudaginn 18. október 16-22
Miðvikudaginn 19. október 16-22
Fimmtudaginn 20. október 16-22

Mánudaginn 24. október 16-22
Þriðjudaginn 25. október 16-22
Miðvikudaginn 26. október 16-22
Fimmtudaginn 27. október 16-22
Föstudaginn 28. október 16-18
Laugardaginn 29. október 09-22

Allir velkomnir og heitt á könnunni.

Áfram á réttri leið!!!

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla er hafin

utankjorfundaratkvaedagreidslaAtkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna alþingiskosninga 29. október er hafin og fer fram hjá sýslumönnum á Íslandi og í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum og eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands erlendis.  Upplýsingar um kjörstaði og afgreiðslutíma vegna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar innanlands má nálgast á Vefsíða sýslumanna.  Upplýsingar um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar erlendis má sjá hér á lista yfir ræðismenn.

Væntanlegum kjósendum er vinsamlegast bent á að hafa samband við ræðismenn áður en þeir koma til að kjósa. Gert er ráð fyrir að kjósendur kynni sér sjálfir hverjir eru í framboði og hvaða listabókstafir eru notaðir. Hagnýtar upplýsingar um kosningarnar verður að finna á vefsetrinu: www.kosning.is.

Athygli kjósenda er ennfremur vakin á því, að þeim ber sjálfum að póstleggja atkvæði sín eða koma þeim á annan hátt í tæka tíð til viðkomandi kjörstjórnar á Íslandi.

Nánari upplýsingar er að finna á vefnum (m.a. það hvernig kjör fer fram, um aðstoð við atkv.greiðslu, hvernig farið er með atkvæðið, kosningu á sjúkrastofnun, fangelsi eða heimahúsi o.fl.): www.kosning.is

Bryggja