Sjálfstæðisfélag Seltirninga býður þér til morgunfundar

Sjálfstæðisfélag Seltirninga boðar til opins félagsfundar laugardaginn 11. febrúar 2017 klukkan 10:00 í sal félagsins að Austurströnd 3, 3. hæð.

Gestur fundarins: Sigrún Edda Jónsdóttir, formaður skólanefndar.

Dagskrá:

  1. Skólamál á Seltjarnarnesi.
  2. Önnur mál.

Boðið verður upp á kaffi, rúnstykki og vínarbrauð.

Allir velkomnir,
Stjórnin.

Fjörugur morgunfundur um skipulagsmál

Fundur í Sjálfstæðisfélagi Seltirninga, haldinn laugardaginn 21. janúar 2017, áréttar að hugmyndir arkitekta varðandi miðbæ Seltjarnarness voru einungis lagðar fram sem grundvöllur umræðna bæjarbúa en engar ráðagerðir hafa verið né eru um að taka þær upp í skipulagi.

Við lokagerð skipulags svæðisins ber að taka fullt tillit til hagsmuna og sjónarmiða bæjarbúa.

Ofangreind ályktun var samþykkt samhljóma á fjörugum og vel sóttum fundi félagsins, nú í morgun. Bjarni Torfi Álfþórsson fór m.a. yfir svör og viðbrögð bæjarfélagsins við helstu athugasemdum sem borist hafa vegna aðalskipulags. Fundargestir voru almennt ánægðir með viðbrögð bæjarstjórnar og þær breytingar sem boðaðar eru á skipulagi í kjölfar ábendinga frá bæjarbúum.

Fundargestir voru almennt sammála um að ekki gengi að gefa því undir fótinn að hér á Seltjarnarnesi væri hægt að bjóða ódýrar íbúðir fyrir ungt fólk. Hér er fasteignaverð einfaldlega með því hæsta sem gerist og ekki á valdi bæjarfélagsins að verðleggja húsnæði í eigu annarra. Hins vegar er hægt að leggja áherslu á að íbúðir verði minni og fleiri í þeim nýbyggingum sem fyrirhugaðar eru. Nýjar íbúðir verða þó aldrei ódýrar, allra síst hér og sé litið til Hrólfsskálablokkanna þá hefur fólkið sem þangað hefur flust, verið frekar í eldri kantinum. Það er þó ekki síður mikilvægt að eldri íbúum gefist kostur á að færa sig úr stórum húsum yfir í minni eignir þannig að nýting húsnæðis verði almennt betri og að fjöldi bæjarbúa sé í sem næst kjörstærð fyrir þá þjónustu sem bæjarfélagið getur veitt.

Þá voru ýmis önnur mál rædd, svo sem samgöngumál, hjólastígar, kirkjugarður og hraðahindranir.

Næsti laugardagsfundur félagsins verður laugardaginn 11. febrúar 2017 kl. 10 og er öllum opinn.

Sjálfstæðisfélag Seltirninga býður þér til morgunfundar

Sjálfstæðisfélag Seltirninga boðar til opins félagsfundar laugardaginn 21. janúar 2017 klukkan 10:00 í sal Sjálfstæðisfélags Seltirninga að Austurströnd 3, 3. hæð.

Gestur fundarins: Bjarni Torfi Álfþórsson, formaður skipulags- og umferðarnefndar.

Dagskrá:

  1. Skipulagsmál á Seltjarnarnesi
  2. Önnur mál

Boðið verður upp á kaffi, rúnstykki og vínarbrauð.

Allir velkomnir,
Stjórnin.

Sjálfstæðisfélag Seltirninga óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári
Jól

Stórsigur Sjálfstæðisflokksins í Kraganum

Stórsigur Sjálfstæðisflokksins í Kraganum er glæsileg niðurstaða eftir mikla vinnu flokksmanna í sveitarfélögunum. Flokkurinn fékk rétt tæplega 34% fylgi og 5 þingmenn kjörna. Nokkuð betra en síðast þegar við fengum 30,7% í Kraganum. Á landsvísu fékk flokkurinn nú slétt 29,0%, sbr. við 26,7% árið 2013, og bætti við sig tveimur þingmönnum. Það stefnir allt í að Ísland verði áfram á réttri leið!

Við þökkum öllum sem lögðu hönd á plóginn í baráttunni og vitanlega öllum sem kusu okkur.
http://ruv.is/frett/lokatolur-ur-sudvesturkjordaemi-0

Kosningakaffi

Kosningakaffið hjá okkur hefst stundvíslega klukkan 9:00 á kjördag og stendur allan daginn, eða til kl. 18:00.
Síminn á skrifstofunni er 561-1220.
Allir velkomnir

Bryggja