Aðalfundur Sjálfstæðifélags Seltirninga

Framhaldsaðalfundur Sjálfstæðisfélags Seltirninga vegna ársins 2014 verður haldinn þriðjudaginn 31. mars kl. 20:00 að Austurströnd 3, 3. hæð.

Dagskrá:
1. Húsnæðismál.
2. Önnur mál.

Aðalfundur Sjálfstæðifélags Seltirninga vegna ársins 2015 verður haldinn þriðjudaginn 31. mars kl. 20:15 að Austurströnd 3, 3. hæð.

Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.

Allir félagsmenn velkomnir.
Kaffiveitingar.

Stjórnin.

Permanent link to this article: http://xdseltjarnarnes.is/adalfundur-sjalfstaedifelags-seltirninga/

Félagsfundur

Í kvöld 4. febrúar 2015 var haldinn félagsfundur í sal félagsins þar sem gestur fundarins, Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrum hæstaréttardómari flutti erindi um ný útgefna bók sína “Í krafti sannfæringar” þar sem hann fór á kostum.

fundur04.04.2015

Permanent link to this article: http://xdseltjarnarnes.is/felagsfundur-2/

Opin félagsfundar miðvikudaginn 4. febrúar 2015 kl. 17:30

Sjálfstæðisfélag Seltirninga boðar til opins félagsfundar miðvikudaginn 4. febrúar 2015 kl. 17:30 í sal félagsins að Austurströnd 3, 3. hæð.

Dagskrá:

1. Gestur fundarins, Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrum hæstaréttardómari. Bók Jóns Steinars, Í krafti sannfæringar, sem kom út sl. haust hefur vakið verulega athygli. Erindi Jóns Steinars mun fjalla um ýmis áhugaverð efni, til dæmis um starfshætti innanhúss í Hæstarétti og þá „fjölskyldustemmningu“ sem þar ríkir, en Jón Steinar hefur m.a. gagnrýnt að dómarar við réttinn leitist frekar við að ná málamiðlunum við aðra dómara í stað þess að standa á eigin sannfæringu og skila þá séráliti ef svo ber undir.

Það má búast við fjörlegri framsögu og áhugaverðum umræðum í framhaldinu.

2. Önnur mál.

Áritaðar bækur verða til sölu á sérstöku tilboðsverði.

Allir velkomnir, kaffiveitingar.
Stjórnin.

Permanent link to this article: http://xdseltjarnarnes.is/1533/

Salur til leigu

Salurinn er að Austurströnd 3, 3. hæð og hentar vel sem funda- og fyrirlestrasalur eða til margskonar fagnaðar s.s. afmæli, skírnir, starfsmannaveislur, brúðkaup, fermingar og hverskyns mannamót.

Salurinn tekur um 80 manns í sæti og er leigður án veitinga.

Nánari upplýsingar veitir Jónas Friðgeirsson í síma 898 3450 eða í gegnum netfangið salurinn@outlook.com

Permanent link to this article: http://xdseltjarnarnes.is/salur-til-leigu-4/

Eldri fréttir «