Opin fundur með Bjarna Benediktssyni ásamt öðrum frambjóðendum

bjarnibenSjálfstæðisfélag Seltirninga boðar til opins fundar þriðjudaginn 25. október 2016 klukkan 17:30 í sal félagsins að Austurströnd 3.

Gestir fundarins verða Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins ásamt öðrum frambjóðendum.

Allir velkomnir, kaffiveitingar.
Stjórnin

Kosningaskrifstofan okkar að Austurströnd 3 verður opin sem hér segir:

Þriðjudaginn 18. október 16-22
Miðvikudaginn 19. október 16-22
Fimmtudaginn 20. október 16-22

Mánudaginn 24. október 16-22
Þriðjudaginn 25. október 16-22
Miðvikudaginn 26. október 16-22
Fimmtudaginn 27. október 16-22
Föstudaginn 28. október 16-18
Laugardaginn 29. október 09-22

Allir velkomnir og heitt á könnunni.

Áfram á réttri leið!!!

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla er hafin

utankjorfundaratkvaedagreidslaAtkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna alþingiskosninga 29. október er hafin og fer fram hjá sýslumönnum á Íslandi og í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum og eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands erlendis.  Upplýsingar um kjörstaði og afgreiðslutíma vegna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar innanlands má nálgast á Vefsíða sýslumanna.  Upplýsingar um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar erlendis má sjá hér á lista yfir ræðismenn.

Væntanlegum kjósendum er vinsamlegast bent á að hafa samband við ræðismenn áður en þeir koma til að kjósa. Gert er ráð fyrir að kjósendur kynni sér sjálfir hverjir eru í framboði og hvaða listabókstafir eru notaðir. Hagnýtar upplýsingar um kosningarnar verður að finna á vefsetrinu: www.kosning.is.

Athygli kjósenda er ennfremur vakin á því, að þeim ber sjálfum að póstleggja atkvæði sín eða koma þeim á annan hátt í tæka tíð til viðkomandi kjörstjórnar á Íslandi.

Nánari upplýsingar er að finna á vefnum (m.a. það hvernig kjör fer fram, um aðstoð við atkv.greiðslu, hvernig farið er með atkvæðið, kosningu á sjúkrastofnun, fangelsi eða heimahúsi o.fl.): www.kosning.is

Lokatölur úr Suðvesturkjördæmi

Talin hafa verið 3154 atkvæði. Auðir og ógildir 118.

  1. Bjarni Benediktsson
  2. Jón Gunnarsson
  3. Óli Björn Kárason
  4. Vilhjálmur Bjarnason, alþingismaður
  5. Bryndís Haraldsdóttir
  6. Karen Elísabet Halldórsdóttir

Kjörstaðir í Suðvesturkjördæmi

sudvesturPrófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fer fram laugardaginn 10. september 2016. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins eru hvattir til að taka þátt og móta þannig framtíðina.

Prófkjörið er opið öllum flokksbundnum sjálfstæðismönnum 15 ára og eldri. Þeir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins sem ganga í flokkinn á kjördegi skulu þó hafa náð 18 ára aldri 29. október n.k.

 

Kjörstaðir eru opnir frá kl. 9:00 – 18:00 og eru þeir eftirfarandi:

Garðabær – Félagsheimili Sjálfstæðisfélagsins í Garðabæ, Garðatorgi 7.

Hafnarfjörður – Víðistaðaskóli, Hrauntungu 7

Kópavogur – Lindaskóli, Núpalind 7

Mosfellsbær og Kjósin – Félagsheimili sjálfstæðismanna í Kjarna, Þverholti 2

Seltjarnarnes – Félagsheimili sjálfstæðismanna, Austurströnd 3

frambjoendur2016

Nánar um frambjóðendur á www.xd.is/profkjor/sudvesturkjordaemi

Bryggja