Við fögnum öllum sem vilja gerast félagar í Sjálfstæðisfélagi Seltirninga.
Salurinn hentar vel sem funda- og fyrirlestrasalur, afmæli, skírnir, starfsmannaveislur, brúðkaup, fermingar o.fl.
Við tökum vel á móti öllum nýjum einstaklingum sem vilja taka þátt og starfa fyrir félagið.

Ólöf Nordal hvött til að gefa kost á sér til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi

OlofNordal_nyÁ sameiginlegum fundi fulltrúaráðs og sjálfstæðisfélaganna á Seltjarnarnesi sem haldinn var í kvöld, þriðjudaginn 29. september 2015 var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða:

,,Fundurinn hvetur Ólöfu Nordal innanríkisráðherra til að gefa kost á sér til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi. Ólöf hefur sýnt það í störfum sínum nú sem fyrr að hún býr yfir krafti, áræðni og reynslu til forystustarfa á vegum Sjálfstæðisflokksins“.

Val á landsfundarfulltrúum & bæjarmálefni

Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna og sjálfstæðisfélögin á Seltjarnarnesi boða til sameiginlegs fundar þriðjudaginn 29. september 2015 kl. 20.00 að Austurströnd 3 á Seltjarnarnesi.

Dagskrá:

  1. Val fulltrúa á 42. landsfund Sjálfstæðisflokksins sem fram fer 23. – 25. október 2015.
  2. Bæjarmálefni – Gestur fundarins er Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri.
  3. Önnur mál.

Kveðja,
Stjórnir Fullrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Seltjarnarnesi
Sjálfstæðisfélags Seltirninga
FUS Baldurs

SKORAÐ Á RAGNHEIÐI RÍKHARÐSDÓTTUR AÐ GEFA KOST Á SÉR SEM VARAFORMAÐUR Á LANDSFUNDI Í HAUST

Félagsfundur_19.05.2015Við fengum góða gesti í heimsókn á síðasta fundi félagsins þann 19. maí s.l. Þingflokksformaðurinn Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Jón Gunnarsson, formaður atvinnuvegamálanefndar, héldu framsöguerindi um það helsta sem verið hefur á döfinni í þjóðmálunum og svöruðu spurningum úr sal.

Það er skemmst frá því að segja að mörgum góðum verkefnum hefur verið hrint af stað á þeim tveimur árum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú verið í ríkisstjórn. Kaupmáttur hefur aukist, atvinnuleysi minnkað, afnám hafta eru í bígerð, fjárlög eru hallalaus, þjóðarframleiðsla eykst og horfur eru almennt góðar.

Fundargestir minntu þingmennina á að kjósendur flokksins bíða enn eftir skattalækkunum fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem og einföldun skattkerfisins. Þá bar það einnig til tíðinda að kröftug áskorun kom frá virtum fundargesti til Ragnheiðar Ríkharðsdóttur um að hún gæfi kost á sér sem varaformaður flokksins á næsta landsfundi sem haldinn verður í lok október.

Sjálfstæðisfélag Seltirninga boðar til opins félagsfundar þriðjudaginn 19. maí 2015 kl. 20:00 í sal félagsins að Austurströnd 3, 3. hæð.

Dagskrá:

  1. Gestir fundarins: Ragnheiður Ríkharðsdóttir, alþingismaður og formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og Jón Gunnarsson, alþingismaður og formaður atvinnuveganefndar.
  2. Önnur mál.

Allir velkomnir, kaffiveitingar.
Stjórnin.

Ný stjórn Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Seltjarnarnesi var kjörin á aðalfundi fimmtudaginn 16. apríl 2015.

Stjórn 2015 – 2016

Formaður
Friðrik Friðriksson

Meðstjórnendur
Guðmundur Jón Helgason
Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir
Sjöfn Þórðardóttir
Viggó Kristjánsson

Varamenn
Jónas Friðgeirsson
Halldór Þór Halldórsson
Hannes Tryggvi Hafstein

Salur til leigu án veitinga

Salurinn er að Austurströnd 3, 3. hæð og hentar vel fyrir fundi, fyrirlestra eða til margskonar fagnaðar s.s. afmæli, skírnir, starfsmannaveislur, brúðkaup, fermingar og hverskyns mannamót.

Salurinn tekur um 80 manns í sæti og er leigður án veitinga.

Til að tryggja sér salinn þarf leigutaki að greiða 10.000 kr óafturkræft staðfestingargjald inn á reikning félagsins 0342-26-299, kt. 411184-1299, senda kvittun úr heimabanka á netfangið salurinn@outlook.com og skrifa í skýringu dagsetningu salarleigu t.d. „Leiga 10.04.2015“.

Nánari upplýsingar veitir Jónas Friðgeirsson umsjónarmaður salarins í síma 898 3450 eða í gegnum netfangið salurinn@outlook.com