Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í prófkjöri Suðvesturkjördæmis hefst 25. ágúst 2016

Utankjörfundaratkvæðagreiðslan fer fram á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Valhöll alla virka daga frá klukkan 09 til 16.
Atkvæðisrétt eiga allir félagsbundnir sjálfstæðismenn í Suðvesturkjördæmi.

Kjósa skal 6 frambjóðendur, hvorki fleiri né færri, ella ógildist kjörseðillinn. Kjósa skal með því að setja tölustaf frá einum og upp í sex fyrir framan nöfn frambjóðenda í þeirri röð sem óskað er að þeir skipi endanlegan framboðslista.

15 hafa tilkynnt um þátttöku í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi

Eftirfarandi aðilar hafa tilkynnt yfirkjörstjórn Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi um þátttöku í prófkjöri flokksins sem fram fer 10. september 2016:

 1. Ásgeir Einarsson – stjórnmálafræðingur og verkefnastjórisudvestur
 2. Bjarni Benediktsson – fjármálaráðherra
 3. Bryndís Haraldsdóttir – bæjarfulltrúi
 4. Bryndís Loftsdóttir – hjá Félagi íslenskra bókaútgefanda
 5. Elín Hirst – alþingismaður
 6. Helga Ingólfsdóttir – bókari og bæjarfulltrúi
 7. Jón Gunnarsson – alþingismaður
 8. Karen Elísabet Halldórsdóttir – bæjarfulltrúi, skrifstofustjóri og varaþingmaður
 9. Kristín Thoroddsen – varabæjarfulltrúi og flugfreyja
 10. Óli Björn Kárason – ritstjóri og útgefandi
 11. Sveinn Óskar Sigurðsson – framkvæmdastjóri
 12. Tinna Dögg Guðlaugsdóttir – framkvæmdastjóri og meistaranemi í lögfræði
 13. Viðar Snær Sigurðsson – öryrki
 14. Vilhjálmur Bjarnason – alþingismaður
 15. Vilhjálmur Bjarnason – löggiltur fasteignasali og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna

Profkjor-XD-2016

Sjá nánar á www.xd.is/profkjor

Sjálfstæðisflokkurinn fagnar 87 ára afmæli í dag

Flokkurinn var stofnaður 25. maí 1929.

Sjálfstæðisflokkurinn fagnar 87 ára afmæli í dag. Flokkurinn var stofnaður hinn 25. maí 1929 við samruna Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkur landsins og eiga tugir þúsunda landsmanna aðild að honum.

Jón Þorláksson, verkfræðingur og síðar borgarstjóri í Reykjavík, var fyrsti formaður flokksins og gegndi embættinu til 1934.  Þá tók Ólafur Thors við en í janúar á síðasta ári hélt Sjálfstæðisflokkurinn minningarfund í tilefni af því að á gamlársdag 2014 var hálfrar aldar ártíð Ólafs. Minningarfundinn má sjá hér.

Dr. Bjarni Benediktsson tók við formennsku árið 1961 og gegndi henni til 1970. Þá varð  Jóhann Hafstein formaður og gegndi því embætti til ársins 1973. Næstur Geir Hallgrímsson til 1983, Þorsteinn Pálsson til 1991, Davíð Oddsson til 2005 og Geir H. Haarde var formaður Sjálfstæðisflokksins frá 2005-2009. Bjarni Benediktsson var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi 29. mars 2009. Varaformaður flokksins er Ólöf Nordal og ritari hans er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.

Hér má lesa ágrip af sögu flokksins.

SJÁLFSTÆÐISFÉLAG SELTIRNINGA BÝÐUR ÞÉR TIL MORGUNFUNDAR Í SAL FÉLAGSINS

Laugardagsfundur verður haldinn 21. maí 2016 kl. 10 að Austurströnd 3, 3. hæð.
Gestur fundarins: Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Boðið verður upp á kaffi, rúnstykki og vínarbrauð.
Vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta.

Stjórnin.

Á aðalfundi Sjálfstæðisfélags Seltirninga sem haldinn var í húsnæði félagsins þann 7. apríl 2016 var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða:

„Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Seltirninga haldinn fimmtudaginn 7. apríl 2016, fagnar því að samkomulag hefur náðst um áframhaldandi samstarf Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins til að ljúka þeim mikilsverðu hagsmunamálum þjóðarinnar sem flokkarnir hafa unnið að með frábærum árangri á yfirstandandi kjörtímabili. Fundurinn óskar nýrri ríkisstjórn allra heilla og vonar að sem víðtækust samstaða verði á Alþingi um framgang mála og markvisst starf að aukinni velferð og bættum hag þjóðarinnar.“

Nýkjörin stjórn félagsins: Guðmundur Jón Helgason formaður, Margrét Pálsdóttir varaformaður, Jón Gunnsteinn Hjálmarsson gjaldkeri, Jón Snæbjörnsson ritari og Hannes Tryggvi Hafstein meðstjórnandi. Varamenn eru Bryndís Loftsdóttir og Elín Helga Guðmundsdóttir.

Bryggja