Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra var gestur síðasta félagsfundar

Sjálfstæðisfélag Seltirninga hélt opinn félagsfund laugardaginn 16. september 2017. Gestur fundarins var Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Lagt hafði verið upp með að ræða samgöngumál en vegna slits á ríkisstjórnarsamstarfi deginum áður var horfið frá þeim umræðum. Þess í stað var rætt á opinskáan og einlægan hátt um stjórnarsamstarfið, stöðu flokksins og komandi kosningabaráttu.

Fundurinn var vel sóttur.

Felagsfundur_16.09.2017

Sjálfstæðisfélag Seltirninga býður þér til morgunfundar

JonGunnarssonSjálfstæðisfélag Seltirninga boðar til félagsfundar laugardaginn 16. september 2017 kl. 10:00 í sal félagsins að Austurströnd 3, 3. hæð.

Gestur fundarins: Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Dagskrá:

  1. Samgöngumál
  2. Önnur mál

Jón Gunnarsson verður með framsögu um samgöngumál sem varða m.a. beina hagsmuni Seltirninga t.d. með tilliti til forgangsaksturs, hugmyndir um borgarlínu, veggjöld o.fl.

Boðið verður upp á kaffi, rúnstykki og vínarbrauð.

Allir velkomnir,
Stjórnin.

Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Magnús Örn Guðmundsson, bæjarfulltrúi og formaður íþrótta- og tómstundanefndar, voru gestir síðasta félagsfundar

Ásgerður kynnti ársreikning bæjarins og Magnús Örn fór yfir íþrótta- og tómstundamál. Bæjarfélagið er vel rekið en fundargestir voru á því að enn þyrfti að lækka fasteignargjöld, ekki síst með tilliti til mikillar hækkunar fasteignamats sem nú hefur nýlega verið birt.

Íþróttastarf hér á Nesinu er kraftmikið og öflugt. Þess er gætt að öll börn, allt niður í leikskólaaldur, njóti þeirrar aðstöðu sem hér býðst. Meðal fjölmargra mála sem afgreidd hafa verið á kjörtímabilinu má nefna endurnýjun allra gervigrasvalla bæjarfélagsins og nýgerðan samning við Reykjavíkurborg um þátttöku í byggingu nýs fimleikahúss.

F-31.05.2017

Sjálfstæðisfélag Seltirninga boðar til opins félagsfundar miðvikudaginn 31. maí 2017 klukkan 17:30

Sjálfstæðisfélag Seltirninga boðar til opins félagsfundar miðvikudaginn 31. maí 2017 klukkan 17:30 í sal Sjálfstæðisfélags Seltirninga að Austurströnd 3, 3. hæð.

Gestir fundarins: Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Magnús Örn Guðmundsson, formaður íþrótta- og tómstundanefndar.

Dagskrá:

  1. Bæjarstjóri fer yfir ársreikning Seltjarnarnesbæjar árið 2016.
  2. Formaður ÍTS fer yfir íþrótta- og tómstundamál.
  3. Önnur mál.

Boðið verður upp á kaffiveitingar.

Allir velkomnir,
Stjórnin.

Nýr formaður kosinn á aðalfundi Sjálfstæðisfélags Seltirninga

Á aðalfundi Sjálfstæðisfélags Seltirninga, sem haldinn var fimmtudaginn 11. maí 2017, var reglum samkvæmt farið yfir starfsemi félagsins á síðasta ári, ársreikningur lagður fram, lagabreytingar kynntar og kosið í embætti. Að þessu sinni urðu óvenju miklar breytingar á stjórn félagsins. Guðmundur Jón Helgason, sem gegnt hefur formennsku á liðnum árum, gaf ekki kost á sér að nýju. Hann hefur þó ekki hvatt félagið heldur tekið við sem formaður stjórnar fulltrúaráðsins í stað Friðriks Friðrikssonar. Þá gáfu Jón Snæbjörnsson, Margrét Pálsdóttir og Elín Helga Guðmundsdóttir ekki kost á sér til stjórnarsetu að nýju. Þeim voru færðar sérstakar þakkir fyrir óeigingjarnt starf á liðnum árum í þágu félagsins og Sjálfstæðisflokksins.

Þeir Guðmundur H. Þorsteinsson og Hannes Tryggvi Hafstein gáfu kost á sér í kjöri til formanns stjórnar. Niðurstaða kosninga var sú að Guðmundur H. Þorsteinsson hlaut 35,4% atkvæða, Hannes Tryggvi Hafstein 62,5% atkvæða og eitt atkvæði var úrskurðað ógilt. Hannes Tryggvi Hafstein er því réttkjörinn nýr formaður Sjálfstæðisfélag Seltirninga. Með honum í stjórn félagsins munu áfram starfa Jón Gunnsteinn Hjálmarsson, gjaldkeri og Bryndís Loftsdóttir en auk þeirra voru einnig kosnir fjórir nýir stjórnarmenn, þau Anna María Pétursdóttir, Gyða Stefánsdóttir, Jónas Friðgeirsson og Sigríður Sigmarsdóttir. Ný stjórn kemur saman á næstu dögum og óskum við henni velfarnaðar á komandi starfsári.

Fundurinn stóð í rúmar tvær klukkustundir, fundarstjóri var Sigrún Edda Jónsdóttir.

Adalfundur2017

Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á Seltjarnarnesi boðar til aðalfundar

Aðalfundur fulltrúaráðsins verður haldinn fimmtudaginn 11. maí 2017 kl. 17:30 að Austurströnd 3, 3. hæð,
Fundurinn hefst strax að loknum aðalfundi sjálfstæðisfélags Seltirninga.

Dagskrá:

  1. Venjuleg aðalfundarstörf
  2. Lagabreytingar
  3. Önnur mál

Stjórnin

Bryggja