Örn Viðar Skúlason var kjörinn nýr formaður Sjálfstæðisfélags Seltirninga

Á aðalfundi Sjálfstæðisfélags Seltirninga sem haldinn var fimmtudaginn 25. júní 2020, var reglum samkvæmt farið yfir starfsemi félagsins á síðasta ári, ársreikningur lagður fram og kosið í embætti. Fráfarandi stjórn félagsins voru færðar sérstakar þakkir fyrir óeigingjarnt starf í þágu félagsins og Sjálfstæðisflokksins.

Örn Viðar Skúlason gaf kost á sér í kjöri til formanns stjórnar og var það samþykkt samhljóma. Með honum í stjórn félagsins eru Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir, Grétar Dór Sigurðsson, Jónas Friðgeirsson og Þröstur þór Guðmundsson. Varamenn í stjórn eru þær Bryndís Loftsdóttir og Hjördís Vilhjálmsdóttir. Ný stjórn kemur saman á næstu dögum og óskum við henni velfarnaðar á komandi starfsári.

Fundurinn stóð í tvær klukkustundir, fundarstjóri var Ingimar Sigurðsson og Kristján Hilmar Baldursson ritaði fundargerð.

Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Seltirninga verður haldinn fimmtudaginn 25. júní 2020 kl. 18.00 í sal félagsins að Austurströnd 3.

Dagskrá:

1. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári.
2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar.
3. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.
4. Tillögur um lagabreytingar.
5. Ákvörðun félagsgjalds.
6. Kjör formanns, stjórnar og skoðunarmanna reikninga.
7. Kjör fulltrúa í nefndir.
8. Kjör í fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á Seltjarnarnesi.
9. Kjör fulltrúa í kjördæmisráð.
10. Önnur mál.

Þeir sem hafa áhuga á að gefa kost á sér til stjórnar félagsins sendi tölvupóst á seltjarnarnes@xd.is fyrir þriðjudaginn 23. júní n.k.

Stjórnin.