Stjórn Sjálfstæðisfélags Seltirninga leggst alfarið gegn undirritun samninga af hálfu Seltjarnarnesbæjar varðandi Borgarlínu

Stjórn Sjálfstæðisfélags Seltirninga tekur undir með Magnúsi Erni Guðmundssyni, forseta bæjarstjórnar og formanni bæjarráðs og leggst alfarið gegn undirritun samninga af hálfu Seltjarnarnesbæjar varðandi svokallaða Borgarlínu. Fjárhagslegar forsendur við verkefnið liggja ekki fyrir og hafa ekki verið kynntar grasrót flokksins. Undirritun samninga um Borgarlínu er á skjön við stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi en þar segir m.a. „Lögð verði megináhersla á frekari eflingu Strætó, engin ákvörðun verði tekin varðandi Borgarlínu fyrr en forsendur um heildarkostnað og rekstur liggja fyrir. Afkastageta og þjónustustig annarrar umferðar má ekki minnka á kostnað aukins rýmis fyrir almenningssamgöngur.“

Það er von okkar að kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi skrifi ekki undir samninginn. Afar mikilvægt er að staðið sé við gefin loforð við kjósendur flokksins. Ákvörðun um þátttöku Seltjarnarnesbæjar í Borgarlínuverkefninu ber vott um ábyrgðarleysi gagnvart skattfé.

Bókun Magnúsar Arnar Guðmundssonar.

Virðingarfyllst,
Anna María Pétursdóttir
Hákon Róbert Jónsson
Kristján Hilmir Baldursson
Sigríður Sigmarsdóttir
Jón Gunnsteinn Hjálmarsson
Jónas Friðgeirsson
Jakobína Rut Hendriksdóttir