Á aðalfundi Sjálfstæðisfélags Seltirninga sem haldinn var í gærkvöldi, fimmtudaginn 28. febrúar 2019, var reglum samkvæmt farið yfir starfsemi félagsins á síðasta ári, ársreikningur lagður fram, lagabreytingar kynntar og kosið í embætti. Hannes Tryggvi Hafstein, sem hafði verið í framlínu sjálfstæðisfélaganna í um áratug og gegnt formennsku sl. tvö ár, gaf ekki kost á sér að nýju. Hagur félagsins er í blóma og hefur reksturinn aldrei gengið betur en í formennskutíð Hannesar. Hannesi Tryggva Hafstein voru færðar sérstakar þakkir fyrir óeigingjarnt starf á liðnum árum í þágu félagsins og Sjálfstæðisflokksins.

Kristján Hilmir Baldursson gaf kost á sér í kjöri til formanns stjórnar og var það samþykkt samhljóma. Með honum í stjórn félagsins eru Anna María Pétursdóttir, Hákon Róbert Jónsson, Jakobína Rut Hendriksdóttir, Jón Gunnsteinn Hjálmarsson, Jónas Friðgeirsson og Sigríður Sigmarsdóttir. Ný stjórn kemur saman á næstu dögum og óskum við henni velfarnaðar á komandi starfsári.

Fundurinn stóð í rúmar tvær klukkustundir, fundarstjóri var Ingimar Sigurðsson og Sigríður Sigmarsdóttir ritaði fundargerð.

Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Seltirninga verður haldinn fimmtudaginn 28. febrúar 2019 kl. 20:00 í sal félagsins að Austurströnd 3, 3. hæð.

Dagskrá:

1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Lagabreyting.
Stjórn leggur til eftirfarandi lagabreytingu: “Óheimilt er að veðsetja fasteign félagsins nema með samþykki minnst 2/3 hluta greiddra atkvæða fullgildra félagsmanna á aðalfundi. Tilkynna skal um slíkt í fundarboði.”
3. Önnur mál.

Allir félagsmenn velkomnir.
Kaffiveitingar.

Stjórnin.