Ályktun stjórnar Sjálfstæðisfélags Seltirninga

Ályktun stjórnar Sjálfstæðisfélags Seltirninga.

Seltjarnarnes, 16.12.2021

Stjórn Sjálfstæðisfélags Seltirninga lýsir yfir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun Bjarna Torfa Álfþórssonar bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að ganga til liðs við minnihlutann í bæjarstjórninni og fella þá fjárhagsáætlun sem meirihlutinn lagði upp með til samþykktar.

Grunnatriðið í áætlun meirihlutans fyrir árið 2022 var að sýna aðhald í fjármálum á öllum sviðum án þess að leggja þyngri byrðar á bæjarbúa í formi hærra útsvars. Mikil vinna hefur verið lögð í að ná þessum markmiðum og virtust allir bæjarfulltrúar flokksins samstíga. Bæjarfulltrúinn gengur þar með beint gegn stefnu Sjálfstæðisflokksins og þeim loforðum sem bæjarbúum hafa verið gefin.

Þau  vinnubrögð sem hér um ræðir eiga ekkert erindi í hóp sem á að vera samstíga og er kosinn til ábyrgðarstarfa á þeim forsendum af stórum hluta bæjarbúa.

 

Stjórn Sjálfstæðisfélags Seltirninga