Prófkjörið fer fram laugardaginn 26. febrúar 2022.
Ákveðið hefur verið að prófkjör um val frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins á
Seltjarnarnesi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar fari fram laugardaginn
26. febrúar 2022.
Hér með er auglýst eftir framboðum til prófkjörs. Frambjóðandi skal vera
flokksbundinn sjálfstæðismaður og búsettur á Seltjarnarnesi.
Frambjóðendur skulu vera kjörgengir í næstu sveitarstjórnarkosningum. Hver
frambjóðandi skal skila inn skriflegum meðmælum með framboði sínu frá 20
flokksbundnum sjálfstæðismönnum búsettum á Seltjarnarnesi, hið minnsta.
Tekið skal fram að enginn meðmælandi má mæla með fleirum en 7
frambjóðendum.
Kjörnefnd er heimilt að tilnefna prófkjörsframbjóðendur til viðbótar
frambjóðendum, eftir að framboðsfresti lýkur.
Framboðum ber að skila til Ingimars Sigurðssonar, formanns
kjörnefndar, (sími: 896 7800), á netfangið ingimars@simnet.is, fyrir
klukkan 20:00 mánudaginn 17. janúar 2022. Einnig verður hægt að
skila inn framboðum í félagsheimili Sjálfstæðisfélags Seltirninga að
Austurströnd 3, Seltjarnarnesi, 3. hæð, mánudaginn 17. janúar 2022, á milli
kl. 19:00-20:00.
Fyrir hönd kjörnefndar,
Ingimar Sigurðsson, formaður