Seltjarnarnes – skrifstofa ráðherra óháð staðsetningu

                                Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra verður með skrifstofu sína óháð staðsetningu á Seltjarnarnesi í dag, fimmtudaginn 7. september. Ráðherra býður meðal annars upp á opinn viðtalstíma á Bókasafni Seltjarnarness kl. 10.30-11.30 og eru allir áhugasamir hvattir til að nýta sér tækifæri að spjalla beint við ráðherra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar. Opnir viðtalstímar veita ráðherra betri innsýn í þau tækifæri og verkefni sem tengjast Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu um land allt.