Góð heimsókn frá formanni Sjálfstæðisflokksins

Seltirningar fengu góðan gest miðvikudaginn 3. maí þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mætti á fund hjá Sjálfstæðisfélagi Seltirninga. Bjarni fór yfir stöðu, þróun og horfur í efnahagsmálum á Íslandi, ræddi um hið pólitíska landslag og lýsti skoðun sinni á stöðunni.

Góð mæting var á fundinn og sköpuðust líflegar umræður um samgöngusáttmálann, varnarmál, verðbólgu, aðhald í ríkisrekstri og fjárhagsstöðu sveitarfélaganna. Rætt var um fyrirhugaðar breytingar á jöfnunarsjóði og möguleika sveitarfélaganna til létta á skuldum sínum með sölu á ótengdum eignum.

Virkilega góður fundur og gott fyrir sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi að ná góðu samtali við formann flokksins og fjármálaráðherra. Takk Bjarni Benediktsson.