Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Seltirninga

Á aðalfundi Sjálfstæðisfélags Seltirninga sem haldinn var fimmtudaginn 1. mars 2018 var reglum samkvæmt farið yfir starfsemi félagsins á síðasta ári, ársreikningur lagður fram og kosið í embætti. Hannes Tryggvi Hafstein var endurkjörinn formaður Sjálfstæðisfélags Seltirninga. Með honum í stjórn félagsins eru Anna María Pétursdóttir, Hákon Róbert Jónsson, Jónas Friðgeirsson, Jón Gunnsteinn Hjálmarsson, Kristján Hilmir Baldursson og Sigríður Sigmarsdóttir.

Bryndís Loftsdóttir og Gyða Stefánsdóttir gáfu ekki kost á sér til stjórnarsetu að nýju. Þeim voru færðar sérstakar þakkir fyrir óeigingjarnt starf á liðnum árum í þágu félagsins og Sjálfstæðisflokksins. Fundurinn stóð í einn og hálfan klukkutíma, fundarstjóri var Ingimar Sigurðsson.

Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Seltirninga

Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Seltirninga vegna ársins 2017 verður haldinn fimmtudaginn 1. mars 2018 kl. 18:00 í sal félagsins að Austurströnd 3, 3. hæð.

Dagskrá:

1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.

Allir félagsmenn velkomnir.
Stjórnin.