Góð mæting var á fundi félagsins í kvöld um stöðu ferðamála með Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra ræddi um stöðu ferðamála á Íslandi í dag í góðu og skemmtilegu erindi. Fjöldi fyrirspurna kom úr sal og sköpuðust líflegar umræður.

Við þökkum Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og gestum kærlega fyrir komuna í kvöld.

Fundur um stöðu ferðamála þriðjudaginn 16. október 2018 kl. 19:30 í sal félagsins

Sjálfstæðisfélag Seltirninga boðar til félagsfundar þriðjudaginn 16. október 2018 kl. 19:30 í sal félagsins að
Austurströnd 3, 3. hæð.

Gestur fundarins: Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Umræðuefni: Þórdís Kolbrún verður með framsögu um stöðu ferðamála í dag.

Allir velkomnir, kaffiveitingar.
Stjórnin.