Hákon sækist eftir 4. til 5. sæti

Kæru Seltirningar

Ég heiti Hákon Jónsson og hef ákveðið að gefa kost á mér  í 4. til 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem fer fram 26. febrúar næstkomandi.

Ég er 46 ára og hef verið búsettur á Seltjarnarnesi frá árinu 2015, þar sem ég bý með sambýliskonu minni Magneu Ólafsdóttur og eigum við tvær dætur, Önnu Margréti og Birnu.

Ég er með BA gráðu í mannfræði frá Háskóla Íslands og lauk meistaranámi í verkefnastýringu (MPM) frá Háksólanum í Reykjavík. Fyrir ári síðan hóf ég störf hjá Sidekick Health og starfa þar við verkstýringu verkefna, bæði á sviði klínískra rannsókna og stafrænna fjarvöktunarmeðferða. Áður starfaði ég hjá Advania í 9 ár við verkstýringu hugbúnaðarverkefna.

Frá því að ég flutti hingað á Seltjarnarnesið hef ég tekið virkan þátt í starfi Sjálfstæðisfélags Seltirninga sem stjórnarmaður í félaginu árin 2017-2020. Allt síðasta kjörtímabil hef ég setið í umhverfisnefnd bæjarins og einnig í íþrótta- og tómstundanefnd. Áður en ég flutti á Seltjarnarnesið tók ég þátt í starfi Sjálfstæðisfélags Kópavogs og sat í umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs árin 2010-2012.

Mínar áherslur fyrir komandi kosningar eru:

  • Ábyrg og fagleg fjármálastjórnun
  • Að skattheimtu verði haldið í lágmarki
  • Skynsamleg uppbygging og viðhald innviða
  • Framúrskarandi menntastofnanir
  • Að íþrótta- og tómstundastarfi ungmenna og aldraðra verði tryggður áframhaldandi traustur grunnur
  • Áframhaldandi þróun í stafrænni stjórnsýslu
  • Að innleiddar verði lausnir til að umfangsmeta kolefnisspor bæjarins með það að markmiði að draga úr því
  • Að samtal við bæjarbúa verði virkara

Ég óska eftir stuðningi ykkar í 4.-5. sæti

Hákon Jónson.