Mótum framtíðina saman

Sjálfstæðisfélag Seltirninga blés til stefnumóts við íbúa miðvikudaginn 6. apríl og var frábær mæting.

Markmiðið var að gefa bæjarbúum tækifæri til að tjá hug sinn og hafa áhrif. Íbúar voru beðnir að taka þátt í að móta framtíð Seltjarnarness með Sjálfstæðisflokknum og fengu frambjóðendur á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar að heyra hvað helst brennur á bæjarbúum. Unnið verður með þessar upplýsingar næsta kjörtímabil og eins verða þær nýttar í stefnumótunarvinnu flokksins.

Þór Sigurgeirsson, nýr oddviti opnaði fundinn og við tók hugmyndavinna og umræður. Skýr framtíðarsýn skiptir alla íbúa máli og því er það sameiginleg skoðun allra frambjóðenda á listanum að hugmyndavinna sem þessi sé brýn.

Við þökkum öllum fyrir komuna og við hvetjum ykkur til að senda okkur línu eða vera í sambandi.

Email | seltjarnarnes@xd.is

Facebook | www.facebook.com/seltjarnarnes