Nýr formaður kosinn á aðalfundi Sjálfstæðisfélags Seltirninga

Á aðalfundi Sjálfstæðisfélags Seltirninga, sem haldinn var fimmtudaginn 11. maí 2017, var reglum samkvæmt farið yfir starfsemi félagsins á síðasta ári, ársreikningur lagður fram, lagabreytingar kynntar og kosið í embætti. Að þessu sinni urðu óvenju miklar breytingar á stjórn félagsins. Guðmundur Jón Helgason, sem gegnt hefur formennsku á liðnum árum, gaf ekki kost á sér að nýju. Hann hefur þó ekki hvatt félagið heldur tekið við sem formaður stjórnar fulltrúaráðsins í stað Friðriks Friðrikssonar. Þá gáfu Jón Snæbjörnsson, Margrét Pálsdóttir og Elín Helga Guðmundsdóttir ekki kost á sér til stjórnarsetu að nýju. Þeim voru færðar sérstakar þakkir fyrir óeigingjarnt starf á liðnum árum í þágu félagsins og Sjálfstæðisflokksins.

Þeir Guðmundur H. Þorsteinsson og Hannes Tryggvi Hafstein gáfu kost á sér í kjöri til formanns stjórnar. Niðurstaða kosninga var sú að Guðmundur H. Þorsteinsson hlaut 35,4% atkvæða, Hannes Tryggvi Hafstein 62,5% atkvæða og eitt atkvæði var úrskurðað ógilt. Hannes Tryggvi Hafstein er því réttkjörinn nýr formaður Sjálfstæðisfélag Seltirninga. Með honum í stjórn félagsins munu áfram starfa Jón Gunnsteinn Hjálmarsson, gjaldkeri og Bryndís Loftsdóttir en auk þeirra voru einnig kosnir fjórir nýir stjórnarmenn, þau Anna María Pétursdóttir, Gyða Stefánsdóttir, Jónas Friðgeirsson og Sigríður Sigmarsdóttir. Ný stjórn kemur saman á næstu dögum og óskum við henni velfarnaðar á komandi starfsári.

Fundurinn stóð í rúmar tvær klukkustundir, fundarstjóri var Sigrún Edda Jónsdóttir.

Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Seltirninga verður haldinn fimmtudaginn 11. maí 2017 klukkan 17:30 að Austurströnd 3, 3. hæð.

Dagskrá:

  1. Venjuleg aðalfundarstörf
  2. Lagabreytingar
  3. Önnur mál

Allir félagsmenn velkomnir.
Kaffiveitingar.

Stjórnin