Opinn fundur í kvöld

Sjálfstæðisfélagið minnir á opinn fund Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi í kvöld kl. 19:30 í Golfskálanum Suðurnesi (Golfskála Nesklúbbsins). Við hvetjum íbúa til að fjölmenna og taka þátt í að móta framtíðina með okkur. Við viljum heyra hvað helst brennur á bæjarbúum og vinna áfram með það næsta kjörtímabilið.

Dagskrá:

  • Þór Sigurgeirsson, nýr oddviti opnar fundinn
  • Hugmyndavinna og umræður
  • Samantekt og fundarlok

Allir velkomnir – hlökkum til að sjá sem flesta!