Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra opnaði kosningamiðstöðina en þetta var fyrsta formlega embættisverk Þórdísar Kolbrúnar í hlutverki varaformanns Sjálfstæðisflokksins
Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og oddviti XD á Seltjarnarnesi fór yfir liðið kjörtímabil og kynnti helstu áherslurnar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar
Þórdís Gylfadóttir opnar kosningamiðstöð félagsins mánudaginn 30. apríl 2018 kl. 17 að Austurströnd 3, 3. hæð
Mánudaginn 30. apríl 2018 klukkan 17.00 mun Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra heiðra okkur með nærveru sinni og opna kosningamiðstöð XD að Austurströnd 3, 3. hæð.
Allir eru hjartanlega velkomnir og boðið verður upp á léttar veitingar á milli kl. 17-19.