Sækjum fram fyrir Seltjarnarnes

Mikil endurnýjun er framundan í forystu Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi og með það að leiðarljósi ég hef ákveðið að bjóða mig fram til að leggja mitt af mörkum til að bæta samfélagið okkar. Rétt er að þakka þeim sem nú hverfa frá störfum í bæjarstjórn og bæjarstjóra. Framundan er tímabil breytinga og með nýju fólki koma nýjar áherslur og ný sýn.

Hröð þróun íslensks samfélags kallar á nýja nálgun á flestum sviðum á Seltjarnarnesi til þess að bæjarfélagið verði áfram í fremstu röð og eftirsóknarverður staður til búsetu, atvinnu, viðskipta, útivistar og daglegs lífs. Mín sýn er að vinna að framförum á öllum sviðum á Seltjarnesi á næstu árum en um leið að gæta að þeim lífsgildum sem einkennt hafa lífið á Nesinu áratugum saman. Ég vil bæta þjónustu við íbúa markvisst, eins og okkur hefur tekist með Jansusarprógrammaði fyrir 65 plús, sem er heilsueflingu eldri íbúa með þátttöku í nýju lífstílsprógrammi. Verkefnið hefur hlotið frábærar undirtektir og hefur skipað Seltjarnaresi í forystusveit sveitarfélaga sem hafa það að markmiði að auka lífsgæði íbúanna.

Við verðum að spyrna við fótum í málefnum eldri borgara á Seltjarnarnesi, þeirra sem búa í óhentugum fasteignum og geta hvergi farið því engar hentugar íbúðir eru til staðar. Við megum ekki vísa eldri íbúum í önnur bæjarfélög því við höfum ekki verið framsýn og hugsað nægjanlega langt fram í tímann. Hækkandi meðalaldur íbúa á Seltjarnarnesi er einnig áhyggjumál og nýrrrar framtíðarsýnar er þörf.

Það þarf að gera gangskör að þróun nýrra tækifæra í nýjum miðbæjarkjarna og gera Seltjarnarnes aðlaðandi fyrir lítil fyrirtæki, svo íbúar geti sótt sér grunnþjónustu í nærsamfélaginu, til að svo megi verða þá er mikilvægt að móta stefnu með breyttu  skipulagi og vinna með hagsmunaaðilum að útfærslu nýrra hugmynda fyrir Austurströnd og Eiðistorg.

Það verður líka að horfa til þess að tekjumódel Seltjarnarnesbæjar hefur látið á sjá síðustu 2 ár, einkum vegna áhrifa covid, minna framlags úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga auk áhrifa af sértækum aðgerðum bæjarins. Tölurnar tala sínu máli, hækkandi meðalaldur þar sem að lífeyrisþegum fjölgar hratt með lækkandi tekjustofnum.

Mikilvægt er að gera átak í viðhaldi og úrbótum í gatnagerð. Það er ekki boðlegt að það fyrsta sem bíður fólks sem ekur inn á Nesið séu holóttar og illa slitnar aðalgötur.

Auk ofangreindra atriða set ég fram eftirfarandi stefnumál:

  • Áherslu á að Seltjarnarnesbær sé þjónustustofnun með mannauð sem ber að efla og virkja í þágu íbúa og samfélagsins á Seltjarnarnesi þar sem lögð er áhersla samtal og samvinnu við úrlausn mála.
  • Öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf sem þjónar fjölskyldum.
  • Auka viðhald og fegrun Seltjarnarnesbæjar í góðu samtali við íbúa.
  • Koma á fót markvissri viðhaldsáætlun með forgangsröðun svo viti íbúum séu kunn næstu skref, skoða gatnagerðarmál og fegrun hverfa.
  • Stuðla að aukinni löggæslu í samtarfi við Lögregluna á Höfuðborgarsvæðinu.
  • Virka framtíðarsýn með gerð 5, 10 og 15 ára áætlana með áhættumati, tekið verði tillit til hagrænna þátta, sjálfbærni markmiða og íbúaþróunar.
  • Stuðla að stofnun hverfisfélaga sem eflir samtarf og samvinnu íbúa í nærsamfélaginu,
  • Tryggja vernd Vestursvæðanna og leggja áherslu á þau sem útivistarvettvang Seltirninga.
  • Sjálfbær rekstur verði í forgrunni þar sem áhersla verður lögð á ábyrga fjármálastjórn.
  • Efla menningarstarf um leið og félagsheimilið verður endurbætt þannig að viðburðir geti farið innan bæjarfélagsins.