Fjöldi Seltirninga tóku þátt í vinnustofu Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi og bæjarbúa sem fram fór þriðjudaginn 24. apríl í Valhúsaskóla.
Mjög góðar umræður áttu sér stað um hin ýmsu málefni sem notaðar verða við mótun stefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar.
Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins þakkar gestum kærlega fyrir fundinn.
Taktu þátt í vinnustofu Sjálfstæðisflokksins og mótum stefnuna saman þriðjudaginn 24. apríl í Valhúsaskóla kl. 19:30-21:30
Við leitum til þín – Stefnumót við frambjóðendur og bæjarbúa
Allir Seltirningar velkomnir sem vilja gera lífið betra á Nesinu og taka þátt í vinnustofu Sjálfstæðisflokksins. Mótum stefnuna saman og horfum til framtíðar.
Þriðjudaginn 24. apríl í Valhúsaskóla klukkan 19:30-21:30
Boðið verður upp á kaffi og með því. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest
Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins