XD kynnir stefnu flokksins

Opinn fundur Sjálfstæðismanna

XD kynnir stefnu flokksins

Sjálfstæðisfélögin á Seltjarnarnesi boða til opins fundar um stefnumál flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Fundurinn verður haldinn í sal félagsins á 3. hæð að Austurströnd 3, fimmtudaginn 5. maí kl. 20:00-21:30.

Við hvetjum Sjálfstæðismenn til að mæta og hitta frambjóðendur.

Á næstu dögum verða fjölmargir viðburðir hjá okkur eins og grill og gaman á Eiðistorgi næsta föstudag frá kl. 16 -19, drykkjarstöð í Neshlaupinu á laugardag, hoppað með XD í fimleikasalnum á laugardag milli kl. 15 og 16 og svo verðum við með rútuferð og grill með eldri borgurum í næstu viku.

Stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna á Seltjarnarnesi