Þér er boðið í konuboð þriðjudagskvöldið 15. maí 2018 kl. 20:00-22.00 í hátíðarsalnum við Vivaldi völlinn

Kæra Neskona!

Þér er boðið í konuboð sem sjálfstæðiskonur á Seltjarnarnesi standa fyrir þriðjudagskvöldið 15. maí milli klukkan 20.00 og 22.00 í hátíðarsalnum við Vivaldi völlinn.

Birna Bragadóttir, framkvæmdastjóri Sandhotel, mun fjalla um reynslu sína af Landvættunum og hvernig hægt er að láta draumana rætast.

Bjartur Guðmundsson frá Optimized Performance blæs okkur byr undir báða vængi með hvetjandi erindi.

Sylvía Erla Melsted, tónlistarkona, mun svo taka fyrir okkur nokkur
vel valin lög.