Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Magnús Örn Guðmundsson, bæjarfulltrúi og formaður íþrótta- og tómstundanefndar, voru gestir síðasta félagsfundar

Ásgerður kynnti ársreikning bæjarins og Magnús Örn fór yfir íþrótta- og tómstundamál. Bæjarfélagið er vel rekið en fundargestir voru á því að enn þyrfti að lækka fasteignargjöld, ekki síst með tilliti til mikillar hækkunar fasteignamats sem nú hefur nýlega verið birt.

Íþróttastarf hér á Nesinu er kraftmikið og öflugt. Þess er gætt að öll börn, allt niður í leikskólaaldur, njóti þeirrar aðstöðu sem hér býðst. Meðal fjölmargra mála sem afgreidd hafa verið á kjörtímabilinu má nefna endurnýjun allra gervigrasvalla bæjarfélagsins og nýgerðan samning við Reykjavíkurborg um þátttöku í byggingu nýs fimleikahúss.

Sjálfstæðisfélag Seltirninga boðar til opins félagsfundar miðvikudaginn 31. maí 2017 klukkan 17:30

Sjálfstæðisfélag Seltirninga boðar til opins félagsfundar miðvikudaginn 31. maí 2017 klukkan 17:30 í sal Sjálfstæðisfélags Seltirninga að Austurströnd 3, 3. hæð.

Gestir fundarins: Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Magnús Örn Guðmundsson, formaður íþrótta- og tómstundanefndar.

Dagskrá:

  1. Bæjarstjóri fer yfir ársreikning Seltjarnarnesbæjar árið 2016.
  2. Formaður ÍTS fer yfir íþrótta- og tómstundamál.
  3. Önnur mál.

Boðið verður upp á kaffiveitingar.

Allir velkomnir,
Stjórnin.