Sjálfstæðisfélag Seltirninga hélt opinn félagsfund laugardaginn 10. mars 2018. Gestur fundarins var Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Rætt var á opinskáan og einlægan hátt um skipun dómara í Landsrétt, dómstóla, löggæslu, verkefni dómsmálaráðuneytisins og margt fleira.
Fundurinn stóð í einn og hálfan tíma. Fundarstjóri var Kristján Hilmir Baldursson og Sigríður Sigmarsdóttir var fundarritari.
Fundur með dómsmálaráðherra
Sjálfstæðisfélag Seltirninga boðar til morgunfundar laugardaginn 10. mars 2018 kl. 10:00 í sal félagsins að Austurströnd 3, 3. hæð.
Gestur fundarins verður Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra.
Önnur mál.
Boðið verður upp á kaffi, rúnstykki og vínarbrauð. Allir velkomnir.
Stjórnin.