Fjölmenni var á opnum félagsfundi Sjálfstæðisfélags Seltirninga í morgun. Gestir fundarins voru Brynjar Níelsson, Haraldur Benediktsson og Óli Björn Kárason þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Þingmennirnir fóru vítt og breytt yfir sviðið, fjöldi fyrirspurna kom úr sal og sköpuðust líflegar umræður.

Fundarstjóri var Magnús Örn Guðmundsson og Anna María Pétursdóttir ritaði fundargerð. Fundurinn stóð í tvo tíma. Við þökkum öllum kærlega fyrir góðan fund.

Laugardagsmorgun með Brynjari, Haraldi og Óla Birni þingmönnum Sjálfstæðisflokksins þann 24. nóvember kl. 10:00 í sal félagsins

Sjálfstæðisfélag Seltirninga boðar til opins félagsfundar laugardaginn 24. nóvember 2018 kl. 10:00 í sal félagsins að Austurströnd 3, 3. hæð.

Gestir fundarins: Brynjar Níelsson, Haraldur Benediktsson og Óli Björn Kárason þingmenn Sjálfstæðisflokksins.

Umræðuefni: Ríkisstjórnin hefur setið í eitt ár. Fjárlagafrumvarp 2019 er til afgreiðslu á þingi. Kjaramálin eru í brennidepli. Húsnæðismálin eru á dagskrá. Tekist er á um heilbrigðismál. Á þingi er deilt um pakka, veiðigjöld og skatta. Fýlupúkarnir Brynjar Níelsson, Haraldur Benediktsson og Óli Björn Kárason hafa skoðanir á flestu.

Boðið verður upp á kaffi, rúnstykki og vínarbrauð.
Allir hjartanlega velkomnir.

Stjórnin.