Hildigunnur Gunnarsdóttir sækist eftir 3. til 4. sæti

Á núverandi kjörtímabili hef ég starfað sjálfstætt sem kjörinn varabæjarfulltrúi með meirihlutanum og líkað vel fagleg vinnubrögð og vinnusemi. Fyrir hönd meirihlutans tók ég við formennsku í notendaráði fatlaðs fólks er sá málaflokkur fluttist frá ríki til sveitarfélaga. Mikilvægt er að byggja ramma utan um regluverkið sem fylgir málaflokknum og hefur Seltjarnarnes ekki verið efitirbátur annarra sveitarfélaga.

Ég hef því ákveðið að gefa kost á mér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi.

Skólamálin og málefni barna og ungmenna eru mér hugleikin, að fagleg vinnubrögð séu höfð að leiðarljósi á öllum stigum. Þar hef ég töluverðri þekkingu og reynslu að miðla til bæjarfélagsins.

Með hækkandi aldri bæjarbúa eiga málefni þeirra að fá meira vægi. Að virðing sé borin fyrir löngu ævistarfi og að þeir geti áfram lagt sitt af mörkum.

Ég ber hlýjar tilfinningar til Íþróttaféagsins Gróttu og kom að stofnun fimleikadeildarinnar á sínum tíma, var fyrsti formaður deildarinnr og þjálfari.

Ég hef starfað að sveitarstjórnarmálum síðan árið 2004, verið varabæjarfulltrúi, fulltrúi í skólanefnd, íþrótta- og tómstundanefnd, öldungaráði og fyrrum jafnréttisnefnd.

Reynsla mín og menntun sem uppeldis- og menntunarfræðingur með áherslu á stjórnun menntastofnana og mat á skólastarfi mun nýtast vel, auk þess er ég náms- og starfsráðgjafi. Í dag starfa ég við Kvennaskólann í Reykjavík.

Með ofangreint að leiðarljósi býð ég fram starfskrafta mína fyrir fyrir bæjarfélagið og Sjálfstæðisflokkinn á Seltjarnarnesi og óska eftir stuðningi í 3. – 4. sæti.