Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra var gestur síðasta félagsfundar

Sjálfstæðisfélag Seltirninga hélt opinn félagsfund laugardaginn 16. september 2017. Gestur fundarins var Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Lagt hafði verið upp með að ræða samgöngumál en vegna slits á ríkisstjórnarsamstarfi deginum áður var horfið frá þeim umræðum. Þess í stað var rætt á opinskáan og einlægan hátt um stjórnarsamstarfið, stöðu flokksins og komandi kosningabaráttu.

Fundurinn var vel sóttur.

Sjálfstæðisfélag Seltirninga býður þér til morgunfundar

JonGunnarssonSjálfstæðisfélag Seltirninga boðar til félagsfundar laugardaginn 16. september 2017 kl. 10:00 í sal félagsins að Austurströnd 3, 3. hæð.

Gestur fundarins: Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Dagskrá:

1. Samgöngumál.
2. Önnur mál.

Jón Gunnarsson verður með framsögu um samgöngumál sem varða m.a. beina hagsmuni Seltirninga t.d. með tilliti til forgangsaksturs, hugmyndir um borgarlínu, veggjöld o.fl.

Boðið verður upp á kaffi, rúnstykki og vínarbrauð.

Allir velkomnir,
Stjórnin.