Sig­ur­geir Sig­urðsson, fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri á Seltjarn­ar­nesi, varð bráðkvadd­ur á heim­ili sínu að morgni þriðju­dags­ins 3. októ­ber, 82 ára að aldri

Sig­ur­geir fædd­ist á Sauðár­króki 14. des­em­ber 1934 og ólst þar upp hjá for­eldr­um sín­um, þeim Sig­urði P. Jóns­syni kaup­manni og Ingi­björgu Ei­ríks­dótt­ur hús­móður, til 16 ára ald­urs. Þá flutti hann einn til Reykja­vík­ur til að hefja nám í Verzl­un­ar­skól­an­um. Sig­ur­geir lauk þrem­ur bekkj­um en hætti til að freista gæf­unn­ar þegar síld­in kom. Að síld­ar­æv­in­týr­inu loknu hóf Sig­ur­geir störf hjá Varn­ar­liðinu og starfaði á Kefla­vík­ur­flug­velli í tæp 9 ár. Auk þess starfaði hann inn á milli í Lands­bank­an­um og sem sölumaður hjá Ford-umboðinu Kr. Kristjáns­syni.

Á Seltjarn­ar­nesið flutti Sig­ur­geir ásamt eig­in­konu sinni, Sig­ríði Gyðu Sig­urðardótt­ur mynd­list­ar­konu, árið 1957 og var kjör­inn í hrepps­nefnd­ina árið 1962. Þrem­ur árum síðar var hann orðinn sveit­ar­stjóri og í fram­haldi bæj­ar­stjóri frá ár­inu 1974. Sig­ur­geir var með lengst­an starfs­fer­il sem sveit­ar- og bæj­ar­stjóri en hann sat í bæj­ar­stjórn á Seltjarn­ar­nesi í sam­tals 40 ár og lét af embætti árið 2002.

Sig­ur­geir var varaþingmaður Reyk­nes­inga á ár­un­um 1980-1981 og tók nokkr­um sinn­um sæti á Alþingi fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn á þeim tíma. Á starfs­ferl­in­um gegndi hann fjöl­mörg­um trúnaðar­störf­um og for­mennsku í ýms­um fé­lög­um og nefnd­um. Hann var meðal ann­ars í stjórn Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga í um 12 ára skeið og var formaður þess á ár­un­um 1987-1990.

Sig­ur­geir var sæmd­ur heiðurs­merki hinn­ar ís­lensku fálka­orðu á Bessa­stöðum árið 2000 er hann hlaut ridd­ara­kross fyr­ir störf sín að sveit­ar­stjórn­ar­mál­um.

Sig­ur­geir og Sig­ríður Gyða, eig­in­kona hans (13. des­em­ber 1934 – 29. nóv­em­ber 2002), eignuðust þrjú börn, Mar­gréti Sig­ur­geirs­dótt­ur, fædda 1956, Sig­urð Inga Sig­ur­geirs­son, fædd­an 1958 og Þór Sig­ur­geirs­son, fædd­an 1967. Fyr­ir átti Sig­ur­geir einn son, Hörð Sig­ur­geirs­son, fædd­an 1955.

Mbl.is

Sjálfstæðisfélag Seltirninga minnist Sigurgeirs með hlýjum hug og vottar aðstandendum hans samúð sína.