Aðalfundarboð

Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Seltirninga verður haldinn fimmtudaginn 28. janúar 2021 kl. 18.00 í sal félagsins að Austurströnd 3 og á netinu.

 

Dagskrá:

 1. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári
  2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar
  3. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga
  4. Tillögur um lagabreytingar
  5. Ákvörðun félagsgjalds
  6. Kjör formanns, stjórnar og skoðunarmanna reikninga
  7. Kjör fulltrúa í nefndir
  8. Kjör í fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á Seltjarnarnesi
  9. Kjör fulltrúa í kjördæmisráð
  10. Önnur mál

Fundurinn verður sambland af staðfundi og netfundi.

 • 18 gestir geta mætt á fundinn, en þar verður grímuskylda. Þeir sem vilja mæta á staðinn eru beðnir að senda tölvupóst á seltjarnarnes@xd.is og boða komu sína.
 • Netaðgangur að fundinum verður í gegnum Teams, en þeir sem vilja fá netaðgang að fundinum eru beðnir að senda tölvupóst á seltjarnarnes@xd.is. Netaðgangur að fundinum verður sendur þeim sem þess óska á fundardegi.

Þeir sem hafa áhuga á að gefa kost á sér til stjórnar félagsins sendi tölvupóst á seltjarnarnes@xd.is eigi síðar en mánudaginn 25. janúar n.k.

Við biðjum félagsmenn að sýna þessu formi á fundinum umburðarlyndi, eins og svo mörgu um þessar mundir. Aðalfundur Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Seltjarnarnesi verður haldinn í beinu framhaldi af þessum fundi.  Til hans er boðað sérstaklega.

 

Stjórnin

 

 

Aðalfundur Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna á Seltjarnarnesi verður haldinn fimmtudaginn 28. janúar 2021 kl. 18.30 í sal félagsins að Austurströnd 3 og á netinu.

Fundurinn verður haldinn í beinu framhaldi af aðalfundi Sjálfstæðisfélags Seltirninga,

sem hefst kl. 18 sama dag.

              Dagskrá:

 1. Skýrsla stjórnar
 2. Kjör formanns og stjórnar
 3. Kjör fulltrúa í kjördæmisráð skv . skipulagsreglum flokksins
 4. Lagabreytingar
 5. Önnur mál

 Fundurinn verður sambland af staðfundi og netfundi.

 • 18 gestir geta mætt á fundinn, en þar verður grímuskylda. Þeir sem vilja mæta á staðinn eru beðnir að senda tölvupóst á seltjarnarnes@xd.is og boða komu sína.
 • Netaðgangur að fundinum verður í gegnum Teams, en þeir sem vilja fá netaðgang að fundinum eru beðnir að senda tölvupóst á seltjarnarnes@xd.is. Netaðgangur að fundinum verður sendur þeim sem þess óska á fundardegi.

Atkvæðarétt á aðalfundi fulltrúaráðs hafa aðalmenn í fulltrúaráði, en varamenn er velkomnir að fylgjast með fundinum.

Þeir sem hafa áhuga á að gefa kost á sér til stjórnar fulltrúaráðsins sendi tölvupóst á seltjarnarnes@xd.is eigi síðar en mánudaginn 25. janúar n.k.

Við biðjum aðila fulltrúaráðs að sýna þessu formi á fundinum umburðarlyndi, eins og svo mörgu um þessar mundir.

 

Stjórnin